Hér er á ferðinni geggjaður kvöldmatur sem er gríðarlega vinsæll á mörgum heimilum. Við erum að tala um vasaútgáfu af taco sem kallast taquitos og hér eru þær bornar fram í sérstökum taco vösum frá Old El Paso.
Í grunninn er hér á ferðinni fáránlega einfaldur kvöldverður sem allir elska – þá ekki síst krakkarnir. Það var meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari tímamóta snilld og geri aðrir betur.
Taquitos í vasa
Uppskrift fyrir um 4 manns
Taquitos uppskrift
- 8-10 stk. vefjuvasar frá Old El Paso
- Um 600 g eldað kjúklingakjöt (rifið niður)
- 2 msk. Taco krydd frá Old El Paso
- 150 g rjómaostur
- 70 g sýrður rjómi
- 100 g Old El Paso salsasósa (medium)
- 150 g rifinn ostur
- ½ lime (safinn)
- 3 msk. kóríander
- 1 tsk. hvítlauksduft
- 1 tsk. salt
- ½ tsk. chilliduft
- Ólífuolía til penslunar
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Hrærið öllu saman í skál nema vefjuvösunum sjálfum og ólífuolíunni.
- Skiptið blöndunni niður í vasana, raðið í ofnskúffu, penslið aðeins með olíu og bakið í um 15 mínútur eða þar til þeir fara að gyllast og osturinn bráðnar.
- Berið fram með guacamole (uppskrift hér að neðan), Nacos flögum, sýrðum rjóma og Old El Paso salsa sósu.
Einfalt guacamole uppskrift
- 2 x stór avókadó
- 1 stór tómatur
- 1 msk. lime
- 1 tsk. salt
- 1 tsk. hvítlauksduft
- ½ tsk. pipar
Aðferð:
- Stappið avókadó og setjið í skál.
- Hreinsið steina + vökva innan úr tómatnum og skerið smátt niður.
- Blandið næst öllu saman í skál og njótið með Old El Paso nachosflögum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir