Svona ristar þú graskerskjarna

Ristaðir graskerskjarnar eru æðislegt snakk.
Ristaðir graskerskjarnar eru æðislegt snakk. mbl.is/Alamy

Þau eru mörg graskerin sem skorin eru út hér á landi og fyrst við erum í þessu brasi, þá er alveg eins gott að nýta allt sem hægt er úr graskerinu sjálfu - eins og t.d. kjarnana sem eru æðislegt snakk eftir að hafa ristað þá. 

 Ristaðir graskerskjarnar

  • Graskerskjarnar úr fersku graskeri
  • Salt
  • Rapsolía
  • Vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 160 gráður.
  2. Skrapið kjarnana úr graskerinu og hreinsið allt frá kjörnunum sjálfum. 
  3. Leggið kjarnana í pott og hellið ofan í, svo það fljóti yfir. Setjið smávegis af salti í vatnið og látið sjóða í 20 mínútur.
  4. Hellið vatninu af og leggið kjarnana á bökunarpappír á bökunarplötu. 
  5. Dreypið olíunni yfir kjarnana og stráið salti yfir. Ristið í ofni í 30 mínútur. Veltið kjörnunum á tíu mínútna fresti. 
  6. Kjarnarnir eru tilbúinir þegar þeir eru stökkir í sér. Stráið örlítið meira salti yfir ef vill. 
  7. Látið alveg kólna og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert