Bökuðu Star Wars karakter í fullri stærð

Einstaklega vel gerð eftirmynd af Han Solo.
Einstaklega vel gerð eftirmynd af Han Solo. mbl.is/Instagram

Það vakti mikla athygli nú á dögunum er risavaxin eftirmynd af Star Wars karakternum Han Solo birtist í fullri stærð í sólríku Kaliforníu. Hér voru mæðgurnar Hannalee Pervan og Catherine Pervan að störfum, en þær reka bakaríið One House Bakery, þar í borg. 

Mæðgurnar vönduðu vel til verka er þær endurgerðu atriðið er Han Solo steypist í kolefni hjá hinum illræmda Jabba the Hutt. Hér er eingöngu notast við hveiti, vatn og sykur og tók það um mánuð að koma sköpunarverkinu til skila. Allar útlínur líkamans og kvalarfullur svipurinn er hér fangaður á Han Solo - en mæðgurnar segja fólk vera undrandi að verkið sé í raun bara gert úr deigi. 

Tvíeykið deilir meira en bara ást á bakstri, því þær eru vísindaskáldskaparnördar að eigin sögn og elska að tvinna saman þessi tvö áhugamál. Árið 2018 opnuðu þær sýningu er nefnist 'Game of Scones' með gamansömum hætti - þar mátti til að mynda sjá White Walker hjá hásæti búið til af baguette. 

mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka