Eldhúsgræjan sem hákarlarnir slógust um

Þegar við spyrjum okkur hvort til sé sú græja sem leysir þann vanda er hlýst af fitugum fingrum við snakkát - þá er svarið já, hún er til. 

Snaciv er ný uppfinning frá Kevin Choi og Edwin Cho - en þeir hafa leyst allan vanda er snýr að því að þvo eða þurrka fingurna þegar verið er að borða snakk eða annan fitugan og klístraðan mat. Það kannast allir við að sitja við tölvuna og hafa það huggulegt með snakkskál í hönd og fara svo yfir á lyklaborðið með fituga fingur. Hér er um að ræða einstaka matpinna sem sitja þægilega á fingrunum og þjóna sínu hlutverki vel. Græjan rataði til að mynda í Shark Tank þættina, og hlaut ómælda athygli þar sem Lori Greiner og grínistinn Kevin Hart fjárfestu í græjunni. Skoða má græjuna nánar HÉR.


 

mbl.is/Snaciv
mbl.is/Snaciv
mbl.is/Snaciv
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert