Koffín hefur áhrif á hormónana

Kaffi er allra meina bót - bara ekki sem morgunmatur.
Kaffi er allra meina bót - bara ekki sem morgunmatur. mbl.is/Getty

Ef kaffi er það fyrsta sem þú drekkur á morgnana, þá skaltu hugsa þig tvisvar um við næsta bolla. 

Í ljós hefur komið að kaffidrykkja á fastandi maga geti haft óæskileg áhrif á heilsuna þína. Bandaríski næringarfræðingurinn Olivia Hedlund hjá Livingwell segir að koffín geti valdið vandamálum í þörmum og hormónum - og á fastandi maga getur líkaminn farið í mikinn streituham við að fá koffín í sig. Hún mælir með að fá sér í það minnsta lítinn matarbita, þá ávöxt, ber eða mjólkurvöru, áður en maður sötrar á fyrsta bolla dagsins - því annars fer líkaminn í varnarstöðu og byrjar hreinlega að titra. Þessi varnaðarorð eiga eflaust líka við um orkudrykki sem virðist víða vera það fyrsta sem fólk fær sér í morgunmat. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert