Hvenær ber að forðast dósamat?

Við þurfum að fara varlega með dósirnar okkar og hvernig …
Við þurfum að fara varlega með dósirnar okkar og hvernig við geymum þær. mbl.is/iStock

Dósamatur hefur oftar en ekki komið okkur til bjargar þegar fátt annað er til í skápunum. Þó eru nokkur atriði sem ber að varast er varðar dósirnar.

Það eru ekki bara dagsetningar um síðasta neyslu-/söludag sem við þurfum að taka með inn í jöfnuna hvort við megum leggja matinn okkur til munns, því það eru aðrir þættir sem geta spilað þar inn í. Í fyrsta lagi þá ber okkur alls ekki að neyta matarins ef dósin hefur dvalið undir frostmörkum - því það getur skemmt innihald hennar ef maturinn nær að frjósa. Slíkt getur auðveldlega gerst ef við gleymum til dæmis dósinni úti í bíl yfir nóttina á köldum vetrardegi. Eins ber okkur að forðast dósir sem við sjáum ryð á, það boðar yfirleitt ekki gott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert