„Hér höfum við pastarétt sem ég geri mjög oft fyrir krakkana mína. Þau elska þennan rétt og borða sjaldan jafn vel og þegar hann er í matinn sem ég er alltaf mjög þakklát fyrir,“ segir Linda Ben um þennan réttt.
„Heilhveitipenne-pastað er bakað inni í ofni í rjómakryddostasósu með rifnum osti yfir. Rifni osturinn frá Örnu er einstaklega teygjanlegur og girnilegur þegar hann er bakaður, hann tekur þennan rétt á annað stig!“
Eins og margir foreldrar þekkja geta krakkar verið miklir matargikkir. „Dóttir mín sem er að verða þriggja ára er rosaleg þegar kemur að því að borða grænmeti og fæ ég hana mjög sjaldan til að borða slíkt. Ég þarf því að vera sérlega lúmsk til að koma grænmeti ofan í hana. Þessi aðferð, að skera sveppi ofursmátt niður og bera þá fram eins og hakk, hefur reynst mér mjög góð leið til að fá hana til að borða sveppi. Ég tala nú ekki um þegar þeir eru bornir fram með pasta í rjómaostasósu með rifnum bökuðum osti yfir, en þessi réttur er algjört lostæti og er hún yfirleitt búin að borða á sig gat áður hún fer að pæla nokkuð í því að mögulega gæti leynst grænmeti í réttinum.
Sveppir eru líka prótín og afar næringarríkir og því er þetta alveg ágætis staðgengill fyrir kjöt og leið til að auka grænmetisinntöku fjölskyldunnar.“
Aðferð: