Hin fullkomna panna fyrir letingja

Pannan sem leysir allan vanda við uppvaskið.
Pannan sem leysir allan vanda við uppvaskið. mbl.is/Amazon

Hér er panna fyrir þá sem nenna ekki uppvaskinu meira en þörf er á. Sumir myndu segja að græjan væri fyrir letingja en aðrir myndu segja að hún væri fyrir útsjónarsama. Pannan léttir í það minnsta álagið við uppvaskið. 

Pannan er ósköp venjuleg við fyrstu sýn, en þegar við rýnum nánar á yfirborðið - þá er hún margskipt. Hér er pláss fyrir ýmis matvæli sem við viljum ekkert endilega að snertist við eldamennskuna. Þú getur matreitt t.d. egg, beikon, baunir eða annað allt á sömu pönnunni án þess að matreiða upp úr sömu fitunni. Og að lokum er bara ein panna sem þú þarft að þrífa en ekki tvær eða fleiri - en þess ber að geta að pannan þolir að fara í uppþvottavél. Gripinn má finna HÉR ef einhver er áhugasamur (eða latur).

mbl.is/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka