Við komum víða við í húsráðum dagsins – því hér er stiklað á góðum ráðum, allt frá sítrónusafa í rjómann yfir í geitaost.
- Vissir þú að nokkrir dropar af sítrónusafa fá rjómann til að verða jafnari og storkna fyrr.
- Vissir þú að með því að dýfa lauk í vatn áður en þú skerð hann munu færri tár leka niður kinnarnar.
- Vissir þú að með því að láta heitt vatn renna á hníf mun hann skera mjúklega í gegnum hvaða köku sem er.
- Vissir þú að best er að skræla banana með því að taka endann af (þá ekki endann með stilknum á).
- Vissir þú að hægt er að nota tannþráð til að skera mjúkan ost eins og brie og geitaost.