Við þurfum að vita svo margt er kemur að góðum húsráðum – og meðal annars þetta hér sem snertir púðursykur og salt. Því sumt er einfaldlega bara svo gott að vita.
Púðursykur
Púðursykur á það til að harðna ansi fljótt og til að halda honum dúnmjúkum er best að henda appelsínuberki með í ílátið og sykurinn verður rakur til lengri tíma.
Salt
Til að forðast að saltið hlaupi í kekki er snilldarráð að henda hrísgrjónum í botninn og þá mun þetta vesen ekki verða til ama.