Rétta leiðin til að nota örbylgjuofn

Það fljótlegt og þægilegt að hita upp afganga í örbylgjuofninum.
Það fljótlegt og þægilegt að hita upp afganga í örbylgjuofninum. mbl.is/Shutterstock

Stundum er þægilegt að fara auðveldu leiðina og elda eða hita upp mat í örbylgjuofninum, en þá ber þetta hér að varast. 

Það eru nokkur atriði sem þú verður að hafa í huga er þú hitar mat í örbylgjuofni, eins þægilega og það hljómar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að hræra annað slagið í matnum til að tryggja að hitinn dreifi sér jafnt yfir hann allan – og þá sérstaklega ef örbylgjuofninn er ekki búinn snúningsdiski. Í öðru lagi þarf að láta matinn standa, eða bíða í örlitla stund með að opna ofninn þegar hann hefur lokið því að hita upp matinn – til þess að tryggja að maturinn nái að fulleldast. Ekki flókið og þess virði að hafa á bak við eyrað!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert