Þrjú lykilatriði ítalskrar matargerðar

Við elskum ítalska matargerð.
Við elskum ítalska matargerð. mbl.is/Colourbox

Það þarf ekki að vera flókið að elda eins og ít­alsk­ur meist­ara­kokk­ur ef við til­eink­um okk­ur eft­ir­far­andi heil­ráð er varða ít­alska mat­ar­gerð. Fersk­ir tóm­at­ar, mozzar­ella, puls­ur, par­mes­an og parma­skinka eru mat­væli sem auðvelt er að mat­reiða án þess að vera með suðurevr­ópskt blóð í æðum. Því það sem Ítal­ir leggja áherslu á í mat­ar­gerð er hrá­efnið - að hafa það eins ferskt og mögu­legt er. 

Ekki flækja hlut­ina

Okk­ur hætt­ir til að of­hugsa og eig­um það til að bæta of miklu við upp­skrift­irn­ar - ekki gera það. Ítölsk mat­ar­gerð er ein­föld og hrá­efnið verður að fá leyfi til að smakk­ast eins og það er. Ítalsk­ar rétt­ir eins og t.d. pítsa eru oft­ar en ekki hlaðnir hrá­efn­um sem glepja hvert annað. 

Leggðu áherslu á gæði

Ítal­ir eru stolt­ir af hrá­efn­inu sínu og leggja al­mennt mikla áherslu á gæði - kaupið því alltaf hágæða hrá­efni. Ítal­ir leggja meira upp úr gæðum en magni. 

Notaðu ít­alskt hrá­efni

Ef mat­ur­inn á að smakk­ast eins og að ekta Ítali hafi staðið á bak við pott­ana, þá verður þú að nota ít­alskt hrá­efni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert