Þrjú lykilatriði ítalskrar matargerðar

Við elskum ítalska matargerð.
Við elskum ítalska matargerð. mbl.is/Colourbox

Það þarf ekki að vera flókið að elda eins og ítalskur meistarakokkur ef við tileinkum okkur eftirfarandi heilráð er varða ítalska matargerð. Ferskir tómatar, mozzarella, pulsur, parmesan og parmaskinka eru matvæli sem auðvelt er að matreiða án þess að vera með suðurevrópskt blóð í æðum. Því það sem Ítalir leggja áherslu á í matargerð er hráefnið - að hafa það eins ferskt og mögulegt er. 

Ekki flækja hlutina

Okkur hættir til að ofhugsa og eigum það til að bæta of miklu við uppskriftirnar - ekki gera það. Ítölsk matargerð er einföld og hráefnið verður að fá leyfi til að smakkast eins og það er. Ítalskar réttir eins og t.d. pítsa eru oftar en ekki hlaðnir hráefnum sem glepja hvert annað. 

Leggðu áherslu á gæði

Ítalir eru stoltir af hráefninu sínu og leggja almennt mikla áherslu á gæði - kaupið því alltaf hágæða hráefni. Ítalir leggja meira upp úr gæðum en magni. 

Notaðu ítalskt hráefni

Ef maturinn á að smakkast eins og að ekta Ítali hafi staðið á bak við pottana, þá verður þú að nota ítalskt hráefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert