Hér eru fínustu kaffikönnur landsins, sem gætu ratað í jólapakkann hjá kaffiþyrstum - en það væri sannarlega gjöf að okkar skapi.
Kaffikanna úr SEKKI vörulínunni frá Ferm Living - einstaklega smart á borði. Fáanleg HÉR.
V60 kaffikannan er úr borosilíkatgleri sem gerir það að verkum að kaffið helst heitt lengur. Fæst HÉR.
Kaffikannan frá KINTO er fyrir sanna fagurkera og fæst HÉR.
Vönduð og góð hitakanna frá Normann Copenhagen. Kannan halut Red Dot hönnunarverðlaunin í sínum flokki árið 2013. Er fáanleg HÉR.
UPPHETTA er pressukanna fyrir te eða kaffi - sem hægt er að taka í sundur til að auðvelda þrif. Fæst í nokkrum litum HÉR.
Klassíska Bialetti kaffikannan ætti að vera mörgum kunnug. Fáanleg í ýmsum litum og stærðum og hægt að skoða nánar HÉR.
Einstaklega falleg kaffikanna úr steinleir frá Stelton - og rúmar 600 ml. Kannan fæst HÉR.
Stílhrein og falleg kaffikanna frá Evu Solo. Samanstendur af trekt, kaffiskeið, loki og renndum jakka svo kaffið haldið lengur heitt. Kemur í tveimur stærðum og nokkrum 'jakka' litum. Fæst HÉR.