Uppskriftirnar hennar mömmu

Nýja bókin er um kökur og eftirrétti, svolítið þetta gamla góða. Ég er með þessar gömlu góðu klassísku uppskriftir sem allir elska, eins og sjónvarpstertu, gulrótarköku og hjónabandssælu. Stefnan var að birta uppskriftir sem allir gætu bakað eftir og væru í senn kunnuglegar en líka spennandi. Ég fór í uppskriftabókina hennar mömmu og þaðan er helmingur uppskriftanna,“ segir Elenora og segist muna eftir öllum þessum kökum úr æsku.

„Ég breytti sumum eitthvað smávegis en að flestu leyti eru þær upprunalegar. Ég hef verið að læra að verða bakari í fjögur ár og því búin að læra ýmislegt og hef sankað að mér miklu magni af uppskriftum. Nokkrar eru hreinlega þær sem ég notaði í lokaprófinu mínu,“ segir hún og segist sérstaklega mæla með „brownies“-ostakökunni og „Millionaires shortbread“ sem er birt hér á síðunni.

Brauðtertur komnar aftur

Í bókinni má einnig finna brauðtertur, sem virðast vera að ná fyrri vinsældum. Elenora segir að þær Þóra Kolbrá Sigurðardóttir ritstjóri bókarinnar hafi verið sammála um ágæti brauðterta.

„Við Þóra ræddum um hvað við vildum hafa í bókinni og Þóra spurði mig hverju ég myndi eftir úr veislum barnæskunnar sem ég saknaði og ég nefndi brauðtertur. Hún sagðist þá einmitt hafa verið með brauðtertur á heilanum undanfarið, en þá voru þær ekki orðnar vinsælar aftur og við héldum að við værum að taka svaka áhættu. En nú síðustu ár er svaka „comeback“ í brauðtertum. Og metnaðurinn hefur aukist,“ segir hún og gefur uppskrift að einni slíkri.

„Kökur og brauðtertur sem fólk tengir við æskuna hitta beint í hjartastað.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka