Budweiser hent út af heimsmeistaramótinu

Budweiser hefur fengið rauða spjaldið í Katar.
Budweiser hefur fengið rauða spjaldið í Katar. mbl.is/Budweiser

Það má næstum taka svo sterkt til orða að bjórframleiðandinn Budweiser hafa fengið rauða spjaldið í Katar, en þeim var skipað að færa sölubása sína út af átta leikvöngum. 

Budweiser er stór styrktaraðili á leikunum og komst fyrst að breytingunum síðastliðinn laugardag. Innherjar segja að þessi skyndilega breyting hafi verið fyrirskipuð af konungsfjölskyldunni í Katar, sem virðist hafa áhyggjur af því að styggja heimamenn og stofna öryggi fólks í hættu. Tekin var ákvörðun um að sala á áfengum drykkjum ætti að fara fram á tilteknum stöðum (Fan Festival), þar sem fólk kemur saman til að horfa á leikina og ræða úrslitin sín á milli. Sem þýðir að fólk getur keypt áfengi á opinberum aðdáendasvæðum en ekki á keppninni sjálfri. 

Áfengi er ekki bannað í Katar, en þó er einungis hægt að neyta þess á sérstökum svæðum eins og á hótelbörum. Því er áskorun fyrir heimamenn að halda stórmót sem þetta, sem vanalega býður upp á fljótandi veigar. Budweiser greiðir 75 milljón dollara á fjögurra ára fresti til HM og er með samning sem veitir þeim sölurétt og ákveðinn sýnileika - sem fyrirtækið fær ekki að þessu sinni ef marka má nýjustu fréttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert