Nýtt íslenskt kollagen á markað

Elísabet eða Beta Reynis, eins og hún er alla jafna kölluð, hefur verið öflugur talsmaður kollagens svo árum skiptir þannig að það lá kannski ljóst fyrir að hún myndi bæta því við sína framleiðslulínu en þar eru fyrir liposomal-vítamín sem hafa notið mikilla vinsælda.

Beta segir ákaflega mikilvægt að taka inn góð fæðubótarefni ef við ætlum að bæta því inn sem fæðuviðbót og þar sé kollagenið framarlega í flokki. „Kollagen er helsta byggingarprótein líkamans. Í eðlilegri líkamsstarfsemi framleiðir líkaminn kollagen en um 25 ára aldurinn fer að hægjast á framleiðslunni en neysla þess er talin geta hægt á öldrun líkamans,” segir Beta en okkur leikur forvitni á að vita af hverju hún mælir með kollageni úr fiskroði.

„Kollagen unnið úr fiskroði er að mestu tegund I og það eru mikilvægustu tegundirnar en um 90% af öllu kollageni í líkamanum eru af tegund I. Það er mikilvægt fyrir heilbrigði tanna, beina, hárs, sina og liðbanda. Svo er kollagenið líka talið hafa góð áhrif á slitgigt,” segir Beta.

„Ég mæli með að fólk sem er með bólgur og/eða er undir miklu álagi taki kollagen,” segir Beta og bætir við að hún mæli einnig með því fyrir fólk með beinþynningu.

„Beinþynning er sjúkdómur sem herjar aðallega á eldra fólk en meirihlutinn eru konur eftir breytingaskeið. Beinmassi kvenna nær hámarki í kringum 30-35 ára aldurinn, síðan fer hann hægt minnkandi eftir það og nálægt breytingaskeiðinu (tíðahvörfum) missa sumar konur um 20-30% af beinmassanum á örfáum árum. Afleiðingarnar eru hætta á beinbrotum, verkir og skert lífsgæði. Reynt er að skima fyrir sjúkdómnum með því að bjóða einstaklingum í beinþéttnimælingu og fyrirbyggja þannig áframhaldandi beintap með lyfjagjöf og fræðslu.

Mér finnst mikilvægt að taka fæðið föstum tökum ásamt fæðubótarefnum og reyna að fyrirbyggja frekari skaða eða minnka áhættuna að fá alvarlegri einkenni beinþynningar,” segir Beta og bætir því við að kollagen hafi einnig góð áhrif á húð og hár. „Ég ráðlegg kollagen fyrir hárið sérstaklega. Ég sjálf finn fyrir miklum mun eftir að ég fór að taka kollagen reglulega. Það er þéttara, með meiri raka, gljáa og fallegra á allan hátt. Fyrst tók ég eftir því að augnhárin lengdust og síðan fór ég að sjá gríðarlegan mun á hárinu.”

Ekki sjúkdómur að eldast

Beta segir að flest viljum við vera í sem bestu líkamlegu ástandi þegar líða tekur á ævina. „Það að mögulega sé til leið til að bæta heilsuna og ástand líkamans á náttúrlegan hátt eru góðar fréttir. Það er mikilvægt að við hugum að heilsunni, hvað við erum að borða, hvernig við hreyfum okkur og hvaða fæðubótarefni við tökum inn. Það er lykillinn að verkjalausu lífi og auknum lífsgæðum, auk þess að vinna á móti öldrun. Að eldast er ekki sjúkdómur, það er ferli sem hægt er að vinna með af skynsemi.”

„Ég ráðlegg einstaklingum sem eru útsettir fyrir eða komnir með beinþynningu að taka inn kollagen því eitt helsta byggingarefni beinanna er kollagen og þar sem náttúruleg framleiðsla þess minnkar með aldrinum er mikilvægt að bæta það upp,” segir Beta en kollagenið frá henni er að hennar sögn framleitt með nýrri tækni sem tryggir betri upptöku og þar af leiðandi aukna nýtingu amínósýra. Kollagenið er fáanlegt á heimasíðunni hennar, www.betanordic.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert