Má nota álpappír í airfryer?

Loftsteikingartæki verða án efa vinsæl jólagjöf í ár.
Loftsteikingartæki verða án efa vinsæl jólagjöf í ár. mbl.is/Getty

Loftsteikingartæki eru ein besta uppfinning síðari ára - en má nota álpappír í græjuna? 

Helstu airfryer sérfræðingar þarna úti segja að það megi vel nota álpappír í vélina, svo lengi sem álpappírinn fari bara í körfuna. Græjan vinnur með suðu og notar viftu til að blása heitu lofti og ef pappírinn fer á botninn, er hætta á að hann blásist til og losni sem getur valdið því að kvikni í. Þó er ekki mælst með að nota álpappír við matreiðslu á tómötum, papríku og sítrusávöxtum -  þar sem súr matvæli bregðast við efninu í álpappírnum. Þumaputtareglan er sú að í raun mát nota hvað sem er í vélina, sem almennt þolir að fara inn í ofn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert