Miðjarðarhafsstemning á nýjum veitingastað

Italy Restaurant er staðsettur í Kaupmannahöfn.
Italy Restaurant er staðsettur í Kaupmannahöfn. mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen

Fegurð og virkni er svo sannarlega í fyrirrúmi á veitingastaðnum Italy, sem finna má í Kaupmannahöfn. Hér hafa Norm arkitektar toppað sig enn eina ferðina, en þeir hafa einstakt bragð er kemur að hönnun húsgagna og rýma - eins og glögglega má sjá á þessum fína veitingastað. 

Veitingahúsið er það fyrsta sem fyrirhugað er í keðju veitingahúsa sem rekin er af eigendum vinsæla bistrósins Cofoco. Hönnun staðarins byggist á áhrifum Miðjarðarhafsins í bland við skandinavíska tóna. Viðargólfin, borðin og barbekkirnir eru framleiddir af danska vörumerkinu Dinesen, stólar koma meðal annars frá Afterroom og lýsingin í básunum var hönnuð af Søren Rose Studio. Takið líka eftir geggjuðu gólfflísunum og stóru grænu plöntunum sem umvefja rýmin með náttúrulegri hlýju. 

mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert