Hvernig hljómar að fá sérhannaða sætabrauðsskó - fagurlega skreytta litríku konfetti og kirsuberjum. Þá ertu kominn á réttan stað, því Chris Campell, sérhannar skó undir nafninu Shoe Bakery.
Chris hefur hannað skófatnað frá árinu 2013, þar sem ís í vöffluformi, sætabrauð og sykurhúðuð epli skreyta skóna - þá erum við bæði að vitna í strigaskó, sem og háa hæla. Chris vill meina að sérhver kona eigi að eiga sitt einstaka skópar sem þú sérð ekki aðrar konur ganga um í - en hann hefur rekið fyrirtækið ásamt konunni sinni við góðar undirtektir. Þeir sem vilja kynna sér málið frekar, þá má finna Shoe Bakery á flest öllum samfélagsmiðlum eða í vefversluninni HÉR.