Jólasalatið sem kemur á óvart

Rauðrófu carpaccio með unaðslegu pestói.
Rauðrófu carpaccio með unaðslegu pestói. mbl.is/Jana

Það gerist vart jólalegra rauðrófusalatið en þetta hér. Uppskriftin er úr smiðju Jönu - en maturinn leikur í höndum hennar. 

Candy cane rauðrófu carpaccio

  • 1-2 rauðrófur (ef þið finnið ekki candy cane rauðrófur) skornar í þunnar sneiðar með mandolíni
  • 10-15 radísur skornar í þunnar sneiðar á mandolíni. 

Marinering

  • 3 msk. ólífuolía
  • 1 hvítlauksrif pressað
  • 1/4 tsk. salt
  • Safi af 5 cm fersku engiferi - rifið á rifjárni og safinn kreistur út. 
  • Safi úr 1/2 lime. 

Kryddjurta pestó

  • 1/2 bolli basilika
  • 1/2 bolli kóríander
  • 1/2 bolli steinselja
  • 1 bolli klettasalat
  • 1/2 msk. ferskt timían
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/4 bolli ristaðar furuhnetur
  • Raspaður börkur af 1/2 sítrónu og safi
  • 2 steinlausar döðlur
  • Salt og pipar
  • 1/3 bolli ólífuolía
  • 4 msk. rifinn parmesan (má skipta út fyrir næringarger til að gera vegan). 

Aðferð:

  1. Marinering: Blandð öllu saman í skál. Bætið rauðrófu sneiðunum í marineringuna og kælið í allt að klukkutíma. 
  2. Pestó: Setjið allt í matvinnsluvél nema ólífuolíu og parmesan og blandið vel saman. Hellið því næst ólífuolíunni í hægri bunu saman við á meðan vélin er enn í gangi. 
  3. Raðið rauðrófunum á disk og því næst radísum og svo slatta af pestói, sítrónu olíu, og saltið og piprið eftir smekk. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert