Listvíettur til styrktar góðu málefni

Listvíettur er nýtt samstarfsverkefni Epal og Reykjavík Letterpress. Allur ágóði …
Listvíettur er nýtt samstarfsverkefni Epal og Reykjavík Letterpress. Allur ágóði servíettanna rennur til Barnaspítala Hringsins. mbl.is/Mynd aðsend

Versl­un­in Epal og hönn­un­ar­stof­an Reykja­vík Letter­press hafa tekið hönd­um sam­an og fá að borðinu lista­menn orða og mynda, til þess að fanga ein­fald­leika serví­ettu­forms­ins. Hér um ræðir serví­ett­ur sem þjóna tvenns kon­ar til­gangi - ann­ars veg­ar í nota­gildi og hins veg­ar til að styrkja gott mál­efni, og það kunn­um við vel að meta. 

Það er mynd­list­armaður­inn Leif­ur Ýmir Eyj­ólfs­son sem ríður á vaðið og gef­ur verk sitt til mál­efn­is­ins - en hann teng­ir munnþurrk­urn­ar við þann skemmt­lega leik að mata börn. Leif­ur Ýmir er fædd­ur á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar og býr og starfar í Reykja­vík. Leif­ur út­skrifaðist frá Lista­há­skól­an­um og hef­ur haldið ótal sýn­ing­ar hér heima og er­lend­is. Eins hef­ur hann hlotið viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín og eru verk hans í eigu safna og fjölda ein­stak­linga. 

All­ur ágóði af sölu renn­ur til Barna­spítala Hrings­ins og koma list­ví­ett­urn­ar í tak­mörkuðu upp­lagi og fást HÉR

mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert