Við viljum losa okkur undan óþarfa stressi á jólunum og þá er gott að geta undirbúið sem mest deginum áður. Þá má njóta aðfangadagsins í ró og næði, eða eins og best verður á kosið – og hér eru nokkur atriði sem þú getur haft í huga.
Andasteikin
Þú getur steikt öndina á Þorláksmessumorgun, skorið hana niður og lagt í eldfast mót – þá þarftu einungis að hita hana upp í ofni á 175 gráðum í 35 mínútur á aðfangadag.
Brúnaðar kartöflur
Vertu búinn að sjóða og skræla kartöflurnar daginn áður og geymdu í kæli – þá eru þær tilbúnar til að vera brúnaðar hinn 24. desember.
Rauðkál
Skerið rauðkálið niður daginn fyrir notkun, setjið í poka og inn í ísskáp. Takið allt kryddið til og þá er allt klárt fyrir aðfangadag.
Hrísgrjónagrautur
Sjóðið grautinn og merjið möndlurnar daginn áður. Útbúið grautinn fyrir hádegi á aðfangadag og setjið í kæli þar til hann er borinn fram.