Hér er á ferðinni einstaklega bragðgott kjúklingasalat með léttri pestódressingu. Það er auðvitað alltaf ljúffengt að gera heimalagað pestó en í þessari uppskrift má alveg spara sér sporin og kaupa tilbúið. Mozzarellakúlurnar passa ótrulega vel með bragðmikilli dressingunni og grilluðum kjúkling.
Kjúklingasalat með pestó og mozzarellakúlum
- 700 g úrbeinuð kjúklingalæri/bringur
Dressing
- 1 dl ólífuolía
- 4 msk. grænt pestó
- 1⁄2 stk. safi úr hálfri sítrónu
- 2 stk. hvítlauksrif, hökkuð smátt
- salt og pipar
Salat
- 2 stk. romain salathöfuð eða annað salat eftir smekk
- 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- 2 stk. avocado, skorin í sneiðar
- 1 stk. lítill rauðlaukur, þunnt skorinn
- 1 dós mozzarellakúlur (180 g)
- rifinn parmesan eða Feykir eftir smekk
Aðferð:
- Hrærið saman öllu í dressinguna og smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst dressingin of þykk má bæta við örlitlu vatni.
- Hellið helmingnum af dressingunni yfir kjúklinginn og leyfið honum að marinerast í 30 mínútur eða lengur.
- Geymið restina af dressingunni inni í ísskáp.
- Grillið kjúklinginn þar til eldaður í gegn. Að sjálfsögðu má steikja kjúkling á pönnu eða elda í ofni sé grillið ekki nálægt.
- Takið inn og leyfið mesta hitanum að rjúka úr á meðan þið setjið salatið saman.
- Setjið salatið neðst á stórt fat og raðið grænmetinu fallega ofan á, endið á að skera kjúklinginn í þunnar sneiðar og raða yfir ásamt mozzarellakúlum.
- Toppið með pestódressingu og smá rifnum parmesan eða Feyki.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir