Hér er fullorðinsdrykkur á boðstólum - og það í sannkölluðum jólabúningi með piparmyntubragði. Það er þó ekki hægt að bera saman venjulegan martini og þennan drykk hér - fyrir utan að þeir innihalda báðir vodka og eru bornir fram í martini-glösum.
Jólalegur piparmyntu-martini (3 glös)
- 1/2 bolli súkkulaði, bráðið
- 1/4 bolli muldir brjóstsykursstafir (e. candy cane)
- 180 ml hvítur súkkulaðilíkjör
- 118 ml vodka
- 60 ml piparmyntusnaps
- 2 msk. rjómi
- Ísmolar
- 3 litlir brjóstsykursstafir
Aðferð:
- Hellið bræddu súkkulaði á grunnan disk. Setjið brjóstsykursmulninginn á annan disk. Dýfið glasbrúnunum í súkkulaðið og því næst í sælgætismulninginn. Hellið afganginum af súkkulaðinu í botninn á glösunum og veltið þeim rólega í hringi til að hjúpa botninn og neðri helming glasanna. Setjið glösin í kæli á meðan drykkurinn er undirbúinn.
- Blandið saman súkkulaðilíkjörnum, vodkanu, piparmyntu og rjómanum í kokteilhristara. Fyllið upp með ísmolum og hristið. Skiptið drykknum í þrjú glös og skreytið með jólastaf áður en drykkurinn er borinn fram.
Uppskrift: Delish