Svona passar þú upp á að fara ekki yfir strikið í desember

Það er gaman að skála í desember - en förum …
Það er gaman að skála í desember - en förum ávalt varlega. mbl.is/Getty

Það er gaman að gera sér glaðan dag, hitta vini og ættingja og njóta saman í mat og drykk. En það er auðvelt að fara yfir strikið! Hver kannast ekki við að fá sér aðeins of marga drykki í jólagleðskap í vinnunni, eða upplifa aðra í slíku ástandi - þá eru þetta atriðin sem vert er að hafa í huga þennan desembermánuðinn þegar dagatalið fyllist af allskyns fögnuðum. Það er gaman að skála í desember, en förum ávalt varlega. 

  • Passaðu upp á magnið! Mælst er með að drekka ekki meira en 14 drykki á viku til að hlutirnir fari ekki úr böndunum. 
  • Veldu þér drykki með lágri prósentu í stað sterkari drykkja. 
  • Prófaðu að fá þér áfengislausan kokteil/drykk inn á milli þess sem þú skálar í áfengi. 
  • Prófaðu núvitund - vertu meðvitaður hvað þú ert að drekka og hvernig drykkurinn smakkast. Það hægir á drykkjunni í stað þess að 'sturta í sig'. 
  • Taktu því rólega í drykkjunum nokkrum dögum áður en þú veist að þú munt sjá fyrir þér að eiga æsilegt kvöld. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert