Aðfangadagur getur reynst stressandi fyrir marga, því það er á þessum degi sem ekkert má klikka. Og hvernig er þá best að halda ró sinni á þessum hátíðsdegi? Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.
Sumir vilja meina að þá vanti pláss í ofninum, því það sé of mikið af mat sem þurfi að fara þar inn á sama tíma. Þá er gott ráð að elda t.d. kartöflurnar eða grænmetið um morguninn og stinga því síðan aftur inn í ofninn rétt eftir að kjötið hefur lokið sér af. Reyndu að gera eins mikið og þú getur til að vinna þér inn tíma með því að preppa það sem hægt er að gera fyrr um daginn eða daginn áður.
Mundu að verslanir eru ekki lokaðar í marga daga yfir jólahátíðina, svo þú þarft ekki að kaupa halfa matvöruverslun til að fæða fjölskylduna - það má þá alltaf stinga sér út í búð eftir einhverjum hlutum sem nauðsynlega vantar. Eins bjóða ótal fyrirtæki upp á tilbúna rétti og meðlætisbakka sem getur sparað þér heilmikinn tíma með að skera niður og saxa á meðan þú getur verið að njóta yfir jólaræmu með þínum nánustu á aðfangadag.