Ný endurunnin ruslatunna frá Vipp

Ný tunna frá Vipp - úr endurunnum efnum.
Ný tunna frá Vipp - úr endurunnum efnum. mbl.is/Vipp

Klassísk hönnun er nú fáanleg með breyttu sniði. En vinsælasta ruslatunna allra tíma frá Vipp, fæst nú í 75% endurunnum efnum. 

Það þarf vart að kynna Vipp til leiks, sem hanna ein fallegustu eldhús síðari ára - með sögu sem nær allt aftur til ársins 1939 er pedal-tunnan leit dagsins ljós. Ný ruslatunna hefur verið kynnt til leiks og kallast 'Rubbish' - og það er hér sem verkfræðingar Vipp skoruðu á sig sjálfa með að endurskoða framleiðslu tunnunnar í þeim tilgangi að draga úr hráefni með því að endurnýta eigin framleiðsluúrgang. 

Hver tunna kemur í stað 3,7 kg af stáli fyrir plast og sag sem annars er brennt á ruslabrennslustöð. Endurvinnsla viðarins þýðir að CO2 er geymt í vörunni frekar en losað út í andrúmsloftið. Rubbish tunnan verður fáanleg frá og með 1. febrúar 2023. 

mbl.is/Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert