Svona fjarlægir þú kertavax úr jóladúknum

Það er mikið af fitu sem liggur í jólamatnum, þá fitu af ýmsu tagi sem á það til að setja bletti í fínu dúkana okkar. Það sama á við um kertavax og þá eru góð ráð dýr - eða hvað? Þetta hér er trixið til að losna við blettina. 

  • Gaktu úr skugga um að kertavaxið sé alveg storknað áður en þú byrjar á verkefninu. 
  • Taktu skeið og þrýstu varlega oddinum á skeiðinni á miðjuna á kertavaxið sem ætti að klofna og skilja sig frá dúknum. 
  • Ef kertið losnar ekki frá, getur þú notað kaffpoka sem þú setur ofan á blettinn og straujað svo varlega yfir. Þegar vaxið byrjar að bráðna, þá dregur kaffipokinn vaxið í sig og dúkurinn verður sem nýr. 
mbl.is/© A Table Story
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert