Áramótapartý Lindu Ben verður ekkert slor

Það eru fáir jafn flink­ir í veislu­höld­um og Linda Ben og hér gef­ur að líta ára­mótapartýrétt­inn sem á eft­ir að sprengja alla skala. Við erum að tala um tvennt af því sem þjóðin elsk­ar hvað mest í góðu partýi: Pring­les og brædda lúxusosta. Flókn­ara þarf það ekki að vera en lít­ur óheyri­lega vel út.

Áramótapartý Lindu Ben verður ekkert slor

Vista Prenta

Ára­mótasnakk­sprengja með brædd­um osti

  • 2 stk. gull eða ca­m­em­bert ost­ar (veldu það sem þér þykir betra)
  • 1-2 msk. hun­ang
  • 1 stauk­ur papriku Pring­les snakk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 180°C, und­ir og yfir hita.
  2. Setjið ost­ana í eld­fast­mót og bakið þá í u.þ.b. 15-20 mín.
  3. Skerið ost­ana niður svo þeir flæði um eld­fasta­mótið, setjið hun­ang yfir.
  4. Raðið Pring­les snakk­inu ofan í ost­inn og berið strax fram á meðan ost­ur­inn er ennþá mjög heit­ur og fljót­andi. Hægt er að setja stjörnu­ljós ofan í snakkið en það þarf þá að tryggja það vel að þau standi al­veg stöðug og farið mjög var­lega (ég mæli t.d. ekki með að labba um með eld­fasta­mótið og kveikt á stjörnu­ljós­un­um)
View this post on In­sta­gram

A post shared by Linda Ben (@linda­ben)



mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert