Hversu oft hefur þú reynt að þrífa rifjárnið án þess að tæta niður svampinn eða uppþvottaburstann? Rifjárn er nefnilega ekki það einfaldasta í þrifum en á því geta setið fastar leifar, sem og bakteríur sem við kærum okkur ekkert um. Þetta hér er því auðveldasta leiðin til að þrífa járnið.
Þú einfaldlega tekur stóra bökunarkartöflu og raspar hana með járninu. Lifræn sýran í kartöflunni leysir upp óhreinindin og sér alfarið um þrifin. Því næst skolar þú járnið að venju og óhreinindin eru bak og burt - einfalt og skothelt.