Hér bjóðum við upp á nartbita sem stela ekki af þér mittismálinu. Það er gott að eiga slíkt í kæli er sæta tönnin byrjar að kvarta. Uppskriftin kemur frá Jönu, sem segir að hér séu molar í hollari kantinum, en engu að síður afbragðsgóðir.
Nammið sem þú mátt gæða þér á í janúar
- 10 ferskar döðlur (medjool)
- 20 stykki pekanhnetur
- 100 g gott dökkt súkkulaði
- smá gróft salt
Aðferð:
- Skerið döðlurnar í tvennt og takið steininn úr.
- Setjið í fat eða á bökunarpappír á stóran disk.
- Setjið eina pekanhnetu í hverja döðlu (færð 20 stk.).
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
- Dreifið fljótandi heitu súkkulaðinu yfir döðlubitana og stráið því næst smá salti yfir hvern bita.
- Setjið inn í ísskáp og kælið, geymist í nokkra daga í ísskáp ef þeir verða ekki bara kláraðir um leið.