Viskíflaska slær sölumet

Mbl.is/Getty

Hvernig má það vera að vínflaska getur kostað svo mikla peninga? En slík er raunin eins og við sjáum í þessu tilviki.

Food & Wine greindi frá því nú á dögunum að flaska af 23 ára gömlu viskíi hefði verið boðin upp við miklar undirtektir. Flaskan fór á hvorki meira né minna en 7 milljónir og 560 þúsund krónur - og voru það tveir aðilar sem börðust um flöskuna. Með þessari sölu var metið slegið - slíkt verð hefur ekki sést áður á stakri viskíflösku. Við hér á matarvefnum vonum að sjálfsögðu að vínið hafi smakkast vel, hafi það verið opnað það er að segja.

Hér var á ferðinni hinn víðfrægi viskíframleiðandi Pappy Van Winkle, sem er þó ekki svo ókunnugur því að slá sölumet en verðið sem flaskan hans fékk á uppboðinu kom meira að segja viskísérfræðingum á óvart.

 

Dýrasta viski heims.
Dýrasta viski heims. mbl.is/Sotheby´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert