Þetta eru heitustu áfengistrendin í ár

Litríkur kokteill er góður í hófi.
Litríkur kokteill er góður í hófi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki allir halda upp á þurran janúar og engin ástæða til (nema þú hafir farið fram úr þér í desember). Vínsérfræðingar þarna úti halda því fram að þetta hér sé það sem við komum til með að sjá meira af á árinu og gott ef þeir hafa ekki bara rétt fyrir sér.

  • Vín á krana er það sem koma skal. Æ fleiri framleiðendur bjóða nú upp á hágæðavín á dælu; rautt, hvítt og freyðandi búblur í glas sem smakkast jafn vel og úr flöskum.
  • Gæði fram yfir magn! Fólk er farið að kunna betur að meta gott vín; í stað þess að drekka mikið af „lélegu“ víni kýs fólk frekar að drekka minna en fá gæðin í víninu í staðinn.
  • Margir eru orðnir meðvitaðri um hvaða mat þeir láta ofan í sig og það sama á við um drykki. Á þessu herrans ári er talið að fólk verði mun meðvitaðra um hvort áfengið sé sjálfbært eður ei, hvaðan varan kemur og allt því sem fylgir er við hlúum að umhverfinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert