Svona þrífur þú þvottavélina

Við megum ekki gleyma að þrífa þvottavélina.
Við megum ekki gleyma að þrífa þvottavélina. mbl.is/

Og þú sem hélst að þvottavélin myndi alfarið sjá um sig sjálf í þrifum - þá skjátlaðist þér. Hér koma sex skref í átt að tandurhreinni þvottavél, sem getur byrjað að lykta illa - rétt eins og öll önnur heimilistæki.

  • Lestu bæklingnum sem fylgdi vélinni - því sumir framleiðendur ráðleggja því að nota sérstök hreinsiefni í vélarnar sínar. 
  • Taktu sápuskúffuna og leggðu í bleyti. Notaðu jafnvel gamlan tannbursta hér til að skrúbba sápurestar og önnur óhreinindi. Skolaðu skúffuna og settu aftur á sinn stað. 
  • Stilltu þvottavélina á suðu og láttu bolla af ediki í tromluna - edikið mun hreinsa vélina. Opnið hurðina á vélinni og leyfðu tromlunni að þorna. Ef það er ennþá vond lykt í vélinni, skaltu endurtaka ferlið. 
  • Að lokum skaltu þurrka gúmmílistana með rökum klút. Þurrkaðu einnig yfir vélina sjálfa. 
  • Nú ætti vélin að vera orðin tandurhrein og fersk. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka