Svona velur þú rétta ofninn

Hvernig ofn skyldi leynast í þessu eldhúsi?
Hvernig ofn skyldi leynast í þessu eldhúsi? mbl.is/Garde Hvalsoe

Ofn­ar eru hjarta eld­húss­ins og finn­ast þeir í mörg­um út­færsl­um eins og við fáum að sjá hér. En all­ir hafa þeir eina og sama mark­miðið er kem­ur að mat. 

Raf­magn­sofn
Hefðbund­inn raf­magn­sofn hit­ar að ofan og neðan, og því dreif­ist hit­inn jafnt um ofn­inn. Slík­ir ofn­ar eru frá­bær­ir þegar baka á smá­kök­ur, því þær verða stökk­ar og góðar. Hér er þó ein­ung­is hægt að nota eina bök­un­ar­plötu í einu - en hægt er að stilla ofn­inn á marga vegu (und­ir­hita, grill, yf­ir­hita o.s.frv.)

Blást­ur­sofn
Flest­ir ofn­ar í dag koma með blæstri, eða gefa þann mögu­leika á að baka marg­ar plöt­ur í ofn­in­um í einu og spara þannig tíma og orku. Hér ber þó að stilla ofn­inn 20 gráðum minna en venju­lega er gefið upp fyr­ir raf­magn­sofn, þó að bök­un­ar­tím­inn sé sá sami. 

Gasofn
Í dag eru flest all­ir gasofn­ar með inn­byggðu grilli efst, svo að hit­inn dreif­ir sér jafnt um ofn­inn. En kost­ur­inn við gasofn er að hann verður heit­ur á ör­skammri stundu. 

Örbylgju­ofn
Örbylgju­ofn­ar eru notaðir til að hita mat mjög hratt. Þú færð bestu virkn­ina með því að setja mat­inn á flatt plastílát og hylja hann með loki. Hér má aldrei nota álp­app­ír, því þá gæti kviknað í ofn­in­um. Eins er póstu­lín og gler til­valið til að hita upp mat. 

Gufu­ofn
Í gufu­ofn­um er mat­ur­inn hitaður upp með gufu sem streym­ir um ofn­inn og um­vef­ur mat­inn. Gufu­ofn­ar koma þó aldrei í stað venju­legra ofna, en gæti verið góður val­kost­ur við ör­bylgju­ofni sem er álíka stór um sig. Með því að gufa mat­inn, þá varðveit­ir þú bæði bragð og nær­ing­ar­efn­in í matn­um sjálf­um. Ofn­inn er einnig til­val­inn til að baka brauð svo ekki sé meira sagt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert