Þetta vissir þú ekki um kavíar

Kavíar er lúxusfæða!
Kavíar er lúxusfæða! mbl.is/Getty Images

Kavíar á sér forvitnilegan uppruna - fyrir þá sem ekki þekkja til. 

Ekta kavíar kemur frá einni elstu lifandi tegund beinfiska, eða styrjuætt sem tilheyrir fiskfjölskyldunni Acipenseridae og telur 27 tegundir styrju. Og af þessum 27 tegundum er kavíar framleiddur úr u.þ.b. tíu tegundum. Fiskunum er lýst sem ferskvatnsfiskum, en eru í raun farfiskar sem lifa í söltu vatni en hrygna í ferskvatni. Þeir geta lifað í allt að 100 ár eða lengur og verða seint kynþroska. 

Sturlaðar staðreyndir um kavíar

  • Styrjan er eitt af fáum dýrum í heiminum sem hefur að mestu ekki breytt útliti sínu á þeim milljónum ára sem dýrið hefur verið til.
  • Fiskurinn þrífst best með hágæða fóðri, þar sem hlutfall sjávarhráefnis er mikið. Rétt fóður, vatnsgæði og þolinmæði eru mikilvægustu þættirnir fyrir gæðum kavíars. 
  • Margir borða sjálfan fiskinn og hefur skinnið verið notað til að búa til leður. 
  • Allur kavíar kemur beint frá bónda í dag. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert