Hvernig einfaldar maður eldhúsið? Hljómar furðulega en trúið okkur. Með því að einfalda eldhúsið einfaldar maður lífið í leiðinni.
Hér eru þrjú atriði sem þú skalt framkvæma sem fyrst. Vertu dálítið grimm/ur enda er fátt verra en of mikið dót og glundroði. Einfaldleiki og skýrleiki er mottóið okkar fyrir 2020 og það hefst í eldhúsinu.
1. Farðu yfir eldhúsbekkinn og fjarlægðu allt sem þú þarft ekki nauðsynlega að nota. Ef þú getur losað þig við þá gerir þú það. Ef þú getur sett eitthvað inn í skáp þá gerirðu það. Þú hugsar skýrar þegar það er ekkert drasl í kringum þig og eldhúsbekkurinn hefur þann leiðinlega ávana að safna endalausu drasli.
2. Farðu í gegnum ísskápinn og búrskápinn og hentu útrunnum og ónýtum mat. Það mun koma þér á óvart hvað það leynist margt í skápunum sem má fara beina leið í ruslið.
3. Farðu í gegnum áhaldaskúffurnar og losaðu þig við áhöld sem þú þarft ekki. Flestir sanka að sér alls konar einhverju í gegnum árin sem gerir lítið annað en að taka verðmætt pláss í eldhúsinu.