Einn vinsælasti veitingastaður landsins opnaður aftur

Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á veitingastaðnum Lauga-ás.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson á veitingastaðnum Lauga-ás. mbl.is/Hari

Þjóðin grét þegar veitingastaðurinn Lauga-Ás tilkynnti fyrirhugaða lokun enda einn ástsælasti veitingastaður landsins og jafnframt einn sá elsti.

Viðskiptavinir voru kvaddir með pomp og prakt og feðgarnir í eldhúsinu, þeir Ragnar Kr. Guðmundsson og Guðmundur Kristján Ragnarsson, hugðust róa á ný mið.

Nú berast hins vegar þær fréttir að Lauga-Ás verði opnaður á ný í næstu viku. Í viðtali við Vísi segir Guðmundur frá því að viðbrögð almennings við lokun staðarins hafi komið þeim feðgum í opna skjöldu.

Staðurinn verður opnaður á ný í næstu viku og mun allur ágóði renna til Neistans  styrktarfélags hjartveikra barna.

Í framhaldinu stendur til að hafa staðinn opinn á miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og svo hálfan laugardaginn.

Það þýðir að fastagestir geta snúið aftur enda mikil sorg að missa uppáhaldsveitingastaðinn sinn sem var fastapunktur í lífi margra.

Tilkynning Neistans um opnunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert