Það fannst ódýr hamborgari hjá Salt Bae

Salt Bae rekur 22 veitingastaði víðsvegar um heiminn.
Salt Bae rekur 22 veitingastaði víðsvegar um heiminn. mbl.is/

Við ætlum ekkert að kynna Salt Bae frekar - því flest okkar vitum meira um manninn en við þurfum að vita. En til er sá veitingastaður undir hans höndum, sem selur hamborgara á skikkanlegu verði. 

Tyrkeski slátrarinn og matreiðslumeistarinn varð þekktur fyrir óvenjulega takta við að strá salti á steik og notaði frægðina til að opna útibú af lúxus veitingastöðum. Salt Bae á í dag 22 veitingahús víðsvegar um heiminn, og þar á meðal í London, New York, Dubai og Ankara. Í London kostar hamborgari á matseðli um níu þúsund krónur á meðan gullvafin útgáfa kostar litlar 17 þúsund krónur. En það sem fáir vita er að Saltbae Burger í Galata í Tyrklandi, býður upp á sömu tegund af mat fyrir umtalsvert minna fé - en þar kostar venjulega útgáfan af borgaranum um 1.400 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert