Ikea snýr aftur með vinsæla vöru

Sinnerlig vörulínan frá Ikea leit fyrst dagsins ljós árið 2012.
Sinnerlig vörulínan frá Ikea leit fyrst dagsins ljós árið 2012. mbl.is/Ikea

Ikea aðdáendur mega leggja vel við hlustir, því sænski húsgagnarisinn hefur snúið aftur með eina af sínu vinsælustu vörum. 

Það muna eflaust margir eftir vörulínunni Sinnerlig, sem lét dagsins ljós árið 2012 og var hönnuð af Ilse Crawford fyrir Ikea. Vörulínan samanstóð upphaflega af húsgögnum úr korki, þar á meðal bekkjum og borðum. Eins var borðstofuljós úr bambus sem tilheyrði línunni, en ljósið er það eina sem eftir stóð og varð áfram í sölu. Og nú er komin minni útgáfa af ljósinu sem sómar sér vel yfir náttborðinu, eða nokkur saman yfir borðstofuborðinu ef því er að skipta. 

mbl.is/Ikea
mbl.is/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert