Ein vinsælasta kanna Georg Jensen var eitt sinn í glansandi ryðfríu stáli - og nú sést hún í möttum og mjúkum litum.
Koppel, er nafnið á klassísku vatnskönnunni sem Henning Koppel hannaði á fimmta áratugnum og hefur notið ómældrar vinsældar síðan þá og ekki að ástæðulausu - enda með einstaklega mjúkar línur. Kannan sem hefur fengið yfirhalningu, dregur litaval sitt af penslastrokum sem Koppel gaf teikningum sínum til að fullgera hugmyndirnar sínar. Og sést hér í nýrri vöru á glæsilegri könnu, sem stendur falleg ein og sér eða í bland við aðra liti.