Súkkulaðiframleiðandinn M&M's kynnti á dögunum nýjar umbúðir, þar sem eingöngu kvenfígúrur skreyta pakkningarnar. Um ræðir takmarkað upplag í nýrri herferð er kallast 'Flipping the Status Quo' - og var hleypt af stað til að heiðra konur sem breyta heiminum, með úreltum kynhlutverkum og hugmyndum.
Súkkulaðið er fáanlegt sem mjólkursúkkulaði og með hnetusmjöri, þar sem pakkningarnar sýna grænu, brúnu og fjólubláu M&M hnappana snúið á hvolf með yfirskriftinni 'Stuðningur við konur sem snúa við stöðunni'. Súkkulaðiframleiðandinn segist endurhanna útlit og persónuleika persóna sinna, til að vera fulltrúar samfélagsins í dag - og lætur einn dollara af hverjum pakka sem selst, renna til samtaka sem styrkja konur í starfi.
Glöggir aðdáendur M&M taka eflaust eftir að fjólublái liturinn er nýr í hópnum, en við sögðum frá því er hann var kynntur til leiks í september síðast liðinn. Liturinn táknar sjálfsvitund, áreiðanleika og sjálfstraust.