Fæðubótarefnin sem einkaþjálfarinn mælir með

Ljósmynd/Colourbox

Einkaþjálfarinn Garðar Sigvaldason er einn af þekktari þjálfurum landsins en hann ber ábyrgð á að koma hundruðum ef ekki þúsundum Íslendinga í gott form. Við fengum Garðar til að leiða okkur í allan sannleika um hvernig hann heldur sér í toppformi og hvað það er sem hann borðar.

Garðar segist taka daginn snemma enda byrjar hann snemma að þjálfa. „Allir morgnar byrja mjög svipað hjá mér. Ég vakna klukkan fimm og hendi í hafragraut með kanil og frosnum bláberjum eða geri mér góðan grænan drykk. Svo laga ég gott kaffi með góðri skeið af Amino Marine Collagen frá Feel Iceland. Klukkan sex byrja ég svo að þjálfa fyrsta hópinn minn í Sporthúsinu Kópavogi.“

Mataræðið skiptir öllu máli og mikilvægt að hugsa það heildrænt. Ekki sé nóg að horfa í hitaeiningarnar heldur hvað búi að baki þeim. Þannig sé mikilvægt að borða góða og hreina fæðu, passa upp á að fá prótín og forðast að borða of mikið af kolvetnum.

„Eins og ég nefndi þá byrja ég daginn yfirleitt á góðum hafragraut eða grænum drykk. Ef ég hef tíma um klukkan níu fæ ég mér hreint skyr með einni matskeið af góðu hnetusmjöri. Í hádeginu borða ég yfirleitt það sem ég eldaði kvöldið áður, sem er annaðhvort blanda af góðum fiski, kjúklingi eða kjöti og góðu grænmeti,“ segir Garðar og segir það góða reglu að elda aðeins meira kvöldið áður svo hægt sé að taka með í vinnu daginn eftir.

Bætiefni eru jafnframt mikilvæg að sögn Garðars en sjálfur er hann duglegur að taka inn bætiefni sem og fæðubótarefni.

„Ef ég ætti að nefna eitthvert gott fæðubótarefni þá væri það Feel Iceland vegna þess að ég finn mikinn mun á hvernig mér líður dags daglega þegar ég tek það inn. Ég tek líka eftir því hvernig ég er í húðinni og eins finn ég mikinn mun í vöðvum og liðum. Fyrir utan það þá tek ég lýsi á hverjum morgni sem og gott fjölvítamín,“ segir Garðar og bætir við að hreyfingin sé einnig ákaflega mikilvæg.

„Ég reyni að gefa mér tíma til þess að æfa á hverjum degi og nýti helgarnar vel. Ég er svo heppinn að hafa Heiðmörkina í bakgarðinum og nýti hana vel eins og að fara í göngu með hundinn eða skreppa í hjólatúr, enda frábærir hjólastígar þar.“

Mikilvægt sé að horfa heildrænt á heilsuna. Þar þurfi að fara saman hreyfing og góð fæða. Ekki sé nóg að taka bara annað hvort og að allar öfgar beri að forðast eins og heitan eldinn.

„Mataræðið skiptir öllu máli. Ekki bara þegar þú ert að huga að æfingum heldur í öllu daglegu lífi, orkunnar vegna. Ef þú heldur þér á góðu mataræði verður orkan meiri og líðanin auðvitað mun betri og þú minnkar bæði slen og þreytu,“ segir Garðar og segist ráðleggja sínum viðskiptavinum að taka mataræðið rólega í gegn.

„Það er best að taka eitt skref í einu – byrja á því að taka út sykur og skyndibita. Bæta inn góðri næringu eins og hreinum kjúklingi, kjöti og grænmeti.

Best er að hafa allan mat sem minnst unninn því auðvelt er í dag að kaupa tilbúna rétti sem innihalda alls konar aukaefni.“

Garðar segir algjört lykilatriði að setja sér markmið. Góður svefn skipti miklu máli upp á orku og endurheimt og best sé að gera litlar breytingar til að byrja með og bæta smám saman við. Betri heilsa sé langtímaverkefni og með því að gera eitthvað smá á hverjum degi breytist líðanin hægt og rólega til hins betra. Mikilvægt sé að gefast ekki upp og hafa markmið sín á hreinu.

„Ég mæli alltaf með því að fólk setji sér raunhæf markmið, fari ekki of geyst af stað og hugi vel að mataræðinu. Ég mæli hiklaust með því að nota Feel Iceland-vörurnar þar sem ég hef sjálfur góða reynslu af þeim. Eins mæli ég með því að fólk taki inn gott fjölvítamín og svo að sjálfsöðgu ómega 3.“

Garðar Sigvaldason tekur daginn snemma.
Garðar Sigvaldason tekur daginn snemma. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert