Kjúklingaborgari sem reddar helginni

Kjúklingaborgari sem þú munt elska.
Kjúklingaborgari sem þú munt elska. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hér er á ferðinni stökk­ir kjúk­linga­borg­ar­ar með spæsí salsa, rauðkálssal­ati og graslaukssósu. Akkúrat það sem við vilj­um fyr­ir helg­ina. Upp­skrift­in er úr smiðju Snorra Guðmunds hjá Mat­ur og Mynd­ir.

Kjúklingaborgari sem reddar helginni

Vista Prenta

Kjúk­linga­borg­ari sem redd­ar helg­inni (fyr­ir tvo)

  • Kjúk­linga­læri (Stór, skinn og bein­laus), 2 stk.
  • Kart­öflu ham­borg­ara­brauð, 2 stk.
  • Rauðkál, 80 g
  • Kórí­and­er, 5 g
  • Am­er­ísk­ur ost­ur, 2 sneiðar
  • Ab mjólk, 50 ml / 50 g
  • Egg, 1 stk.
  • Sriracha sósa, 10 g
  • Ritz kex, 40 g
  • Korn­fl­ex, 40 g
  • Tacokrydd (Santa Maria), 10 g
  • Hvít­lauks­duft, 2,5 g
  • Jap­anskt majó, 45 ml
  • Sýrður rjómi 18%, 45 ml
  • Hvít­lauks­duft, 2 ml
  • Graslauk­ur, 3 gr.
  • Sterk salsasósa, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Leggið kjúk­linga­lær­in á milli tveggja laga af bök­un­ar­papp­ír og berjið lær­in með kjöt­hamri eða t.d. litl­um potti til að fletja þau aðeins út.
  2. Aðskiljið eggj­ar­auðuna frá eggja­hvít­unni (notið bara eggja­hvít­una). Hrærið sam­an eggja­hvít­unni, AB mjólk og Sriracha sós­unnni. Setjið kjúk­ling­inn í jóg­úr­t­blönd­una og látið mar­in­er­ast í amk 30 mín eða yfir nótt.
  3. Setjið Ritz kexið og Korn­fl­exið í mat­vinnslu­vél ásamt taco kryddi og hvít­lauks­dufti og látið vél­ina ganga í stutt­um hryn­um þar til áferðin er svipuð og á gróf­um brauðraspi. Setjið krydd­hjúp­inní djúp­an disk.
  4. Hitið ofn í 180°C á blæstri.
  5. Látið mesta vökv­ann renna af kjúk­linga­lær­un­um og þrýstið þeim svo vel í krydd­hjúp­inn á báðum hliðum.
  6. Setjið kjúk­ling­inn á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír og bakið í miðjum ofni í um 30-35 eða þar til kjúk­ling­ur­inn er fulleldaður og krydd­hjúp­ur­inn orðinn fal­lega gyllt­ur. Setjið ost­neiðar á kjúk­ling­inn rétt áður en kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn svo hann bráðni.
  7. Sneiðið rauðkálið eins þunnt og mögu­legt er, helst með mandolíni (farið var­lega). Saxið kórí­and­er. Setjið rauðkál og kórí­and­er í skál ásamt smá óífu­olíu og blandið vel sam­an.
  8. Sneiðið graslauk. Hrærið sam­an maj­ónesi, sýrðum rjóma, hvít­lauks­dufti og graslauk. Smakkið til með salti.
  9. Smyrjið brauðin með smá smjöri og ristið á heitri pönnu þar til þau eru fal­lega gyllt.
  10. Smyrjið graslaukssósu í brauðin, raðið svo kjúk­ling, salsasósu og rauðkáli í brauðin.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert