Milljón króna ídýfan

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Þessi ídýfa toppar allar ídýfur, enda fékk hún nafnið milljón dollara ídýfan. Hún slær alltaf í gegn og er það fyrsta sem klárast á veisluborðinu. Ídýfan er fljótgerð og einstaklega góð með snakki eða kexi við hvaða tilefni sem er.

Milljón króna ídýfa

  • 250 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
  • 180 g sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
  • 1 pk. Kims dipmix með sýrðum rjóma og púrrulauk
  • 170 g 4 osta blanda frá Gott í matinn
  • 1⁄2 stk. rauðlaukur
  • 6 sneiðar beikon
  • graslaukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200 gráður, setjið bökunarpappír á bökunarplötu og eldið beikonið þar til það er orðið stökkt.
  2. Leyfið beikoninu að kólna
  3. Setjið rjómaost, sýrðan rjóma og Kims dipmix í matvinnsluvél og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  4. Hér má einnig blanda saman við rauðlauk, beikoni og osti og láta matvinnsluvélina vinna blönduna í mjúka og slétta ídýfu.
  5. Fyrir þau sem vilja smá stökkt undir tönn er betra að skera rauðlauk og beikon smátt niður og blanda saman við með sleif, ásamt ostinum.
  6. Setjið í skál og skreytið með stökku beikoni, graslauk og osti.
  7. Gott er að bera þessa ómótstæðilegu ídýfu fram t.d. með salt og pipar snakki eða góðu kexi.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert