Nýtt trend í hönnun ryður sér rúms

Tvílitt og flott frá Jore Copenhagen.
Tvílitt og flott frá Jore Copenhagen. mbl.is/Jore Copenhagen

Lit­ir í inn­an­húss­hönn­un eru ekki nýj­ar frétt­ir, og í raun eru lit­ir orðnir svo samþætt­ir heim­il­inu að fátt kem­ur okk­ur leng­ur á óvart. 

Nýtt litatrend hef­ur þó vakið áhuga okk­ar, þar sem lituð borðstofu­borð sjást víðar frá fram­leiðend­um. Það eru því ekki bara vegg­ir, loft og eld­hús­inn­rétt­ing­ar sem fá nýja yf­ir­haln­ingu, því borð hafa bæst í hóp­in. 

Borðstofu­borð eru stærsta hús­gagnið á heim­il­inu og eitt slíkt í lit mun að sjálf­sögðu bæta miklu við í því rými sem það er. Borð eru nú fá­an­leg í ýms­um björt­um lit­um, en það sem einnig vek­ur at­hygli eru borðplöt­ur í ein­um lit og borðfæt­ur í öðrum. Besti part­ur­inn við þetta trend, er að það má alltaf draga fram pensil­inn og prófa sig áfram sértu með borð sem komið er til ára sinna. 

Fallegt borð frá HAY.
Fal­legt borð frá HAY. mbl.is/​HAY
Hringlaga borð frá Tablelab.
Hring­laga borð frá Tablelab. mbl.is/​Tablelab
Hér má sjá borðplötu í gulu með öðrum lit á …
Hér má sjá borðplötu í gulu með öðrum lit á fót­um. mbl.is/​Pin­t­erest_li­vin­getc.com
mbl.is/​Nor­dal
Bleikt og bjútífúl langborð frá HK Living.
Bleikt og bjú­tífúl lang­borð frá HK Li­ving. mbl.is/​HK Li­ving
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert