Þetta þarftu að vita um túlípana

Túlípanar eru falleg blóm, en stundum erfiðir í sambúð.
Túlípanar eru falleg blóm, en stundum erfiðir í sambúð. mbl.is/Getty images

Við elskum túlípana, en þeir geta verið erfiðir í sambúð og fýlugjarnir - byrja að hanga haus áður en við vitum af. Þetta eru bestu ráðin til að halda í þeim gleðinni. 

Fjögur ráð ef túlípanar fara í fýlu

  1. Prófaðu að stinga nál í gegnum stilkinn, rétt fyrir neðan túlípanahausinn áður en þú setur blómin í vatn. 
  2. Hellið mjög litlu vatni í vasann, þannig að túlípanarnir standi bara með 'fæturna' í vatni. 
  3. Settu blómin á svalan stað á nóttunni. 
  4. Hrærið smá matarsóda út í vatnið áður en túlípanarnir eru settir út í. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert