Fagurkerarnir slást um Armani-eldhús

Einstakt eldhús frá tískurisanum Giorgio Armani.
Einstakt eldhús frá tískurisanum Giorgio Armani. mbl.is/Giorgio Armani

Sum eld­hús eru hönnuð eins og fal­leg­ur gala­kjóll, og það á sann­ar­lega við í þessu til­felli, er við sjá­um glæsi­legt eld­hús frá tísk­uris­an­um Armani.

Sam­starf milli Armani/​Casa og Molteni&C hef­ur gefið okk­ur nýja eld­hús­hönn­un und­ir merk­inu Armani/​Dada – sér­sniðið eft­ir þínum þörf­um og ósk­um, ef vill.

Hug­mynd­in fædd­ist í heims­far­aldr­in­um, og þeim nýju leiðum sem við til­einkuðum okk­ur þá – hvernig við not­um eld­húsið ekki bara und­ir mat­ar­gerð held­ur líka sem aðstöðu fyr­ir vinnu og skóla, eins fyr­ir sam­veru­stund­ir. Í raun var það breyt­ing­in á hinu dag­lega lífi sem veitti inn­blást­ur í að end­ur­hugsa eld­húsið.

Eyj­an í eld­hús­inu er með fal­leg­ar viðaræðar en skáp­ar og skúff­ur prýða fram­hliðar úr basti, efniviður sem við höf­um ekki séð áður í þess­um til­gangi í eld­hús­um. Hús­gögn­in í eld­hús­inu eru með glæst­ara móti og henta jafn­vel inn í stofu sem og út á pall­inn ef því er að skipta. Það er hér sem að þæg­indi, virkni og tíma­laus glæsi­leiki lifa sam­an í full­komnu sam­ræmi - eins og við sjá­um á meðfylgj­andi mynd­um.

mbl.is/​Armani Casa
mbl.is/​Armani Casa
mbl.is/​Armani Casa
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert