Kakan sem allir lofsama

María Gomez lofar okkur hér stórkostlegri köku og við tökum …
María Gomez lofar okkur hér stórkostlegri köku og við tökum henni á orðinu. mbl.is/María Gomez

Þegar María Gomez gef­ur okk­ur upp­skrift að köku - þá tök­um við vel á móti, enda þekkt fyr­ir sína snilli­gáfu í eld­hús­inu. Hér sjá­um við yndis­auk­andi app­el­sínu­form­köku með súkkulaðibit­um og hvítsúkkulaðismjörkremi. María seg­ir; „mín ráð til ykk­ar er að fara bara al­veg 100% eft­ir upp­skrift­inni og eiga stórt og gott hring­form með gati í miðjunni til að setja hana í.”

Kakan sem allir lofsama

Vista Prenta

Kak­an sem all­ir lof­sama

  • 300 g hveiti
  • 1 tsk. fínt borðsalt
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 350 g syk­ur
  • 225 g mjúkt smjör
  • Raspaður börk­ur af tveim­ur app­el­sín­um
  • Raspaður börk­ur af 2 sítr­ón­um
  • Nýkreyst­ur app­el­sínusafi úr tveim­ur app­el­sín­um
  • Nýkreyst­ur sítr­ónusafi úr tveim­ur sítr­ón­um
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 6 stór egg við stofu­hita
  • 225 g grísk jóg­úrt
  • 1 dl dökk­ir súkkulaðidrop­ar

Hvítsúkkulaðikrem

  • 250 g ljóma smjör­líki (nota ljóma því það verður mun slétt­ara kremið og hvít­ara á lit)
  • 420 g flór­syk­ur
  • 125 g hvít­ir Can­dy Butt­ons hvítsúkkulaðilíki (fæst í Hag­kaup m.a.)
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur (vanillu­drop­ar gera kremið gul­ara, þess vegna betra að nota vanillu­syk­ur)
  • 3 msk. rjómi

Aðferð:

Formkak­an

  1. Hitið ofn­inn á 165°C blást­ur eða 175°C ef þið hafið ekki blást­ur­sofn
  2. Smyrjið stórt form­köku­hring­form sem er með gati í miðjunni og smyrjið það með ríf­legu af smjöri og látið svo smá hveiti yfir og hristið um­fram­hveiti af, þannig losn­ar kak­an vel úr form­inu eft­ir bakst­ur
  3. Hærið sam­an hveiti, salti, mat­ar­sóda og lyfti­dufti með skeið í meðal­stórri skál
  4. Setjið svo syk­ur í aðra skál og raspið börk­inn út í og blandið sam­an með fingr­un­um þannig að úr verður eins og blaut­ur sand­ur
  5. Setjið svo í hræri­vél mjúkt smjör og syk­ur­inn með berk­in­um og hafið t-stykkið á ekki þeyt­ar­ann og hrærið sam­an á mikl­um hraða þar til verður loft­kennt í eins og 5 mín­út­ur
  6. Bætið svo út í app­el­sínu og sítr­ónusaf­an­um ásamt vanillu­drop­un­um og hrærið þar til er vel blandað sam­an
  7. Lækkið hraðan á meðal­hraða og bætið við einu eggi í einu þar til hvert egg er vel blandað sam­an við
  8. Lækkið nú hraðann á lægsta og bætið við hveit­inu sam­an við í þrennu lagi og svo gríska júg­urt­inu í tvennu lagi og passið að hræra bara rétt svo sam­an svo kak­an verði ekki seig
  9. Bætið svo súkkulaðidrop­um út í og hrærið var­lega sam­an með sleikju en ekki í hræri­vél­inni
  10. Hellið nú í formið og bakið í miðjum ofn­in­um í 55 mín­út­ur en gott er að stinga prjón í kök­una og ef hann kem­ur hreinn upp úr er kak­an til, ef kem­ur deig á hann er gott að bæta við 3 mín­út­um í senn þar til prjónn­inn kem­ur hreinn upp þegar stungið er í kök­una.
  11. Kælið næst kök­una í 15 mín­út­ur og hvolfið henni þá á rekka og látið kólna al­veg áður en kremið er sett á

Hvítsúkkulaðikrem

  1. Setjið mjúkt Ljóma­smjör­líki í hræri­vél­ar­skál og hrærið í smá stund svo mýk­ist enn meir og bætið þá flór­sykr­in­um smátt sam­an við ásamt vanillu­sykr­in­um og hrærið þar til er orðið lof­kennt, mjúkt og kekkjalaust
  2. Bræðið Can­dy Butt­ons hnapp­ana í ör­bylgju­ofni eða yfir vatnsbaði og setjið beint út í kremið ásamt rjóm­an­um og hrærið áfram sam­an þar til er orðið lof­kennt og fal­lega silkimjúkt hvítt krem
  3. Takið svo sprautu­poka og klippið lítið gat á hann og setjið kremið í hann. Sprautið krem­inu á kök­una í sama munstri og þið sjáið á mynd­inni af kök­unni
  4. Ég setti síðan lítið glas í gatið á miðjunni og setti blaut­an eld­húspappa á stilk­inn á blóm­inu og setti ofan í glasið með smá vatni í
  5. Hægt er að nota hvaða blóm sem þið viljið
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert