Nýjasta matartrendið er býsna geggjað

Bakað salat er nýjasta matartrendið á TikTok.
Bakað salat er nýjasta matartrendið á TikTok. mbl.is/Shutterstock / MateuszSiuta

Bakað og salat, eru ekki orð sem við erum vön að heyra sett saman - en það er nýjasta matartrendið ef marka má fréttir á samfélagsmiðlinum TikTok. 

Heitt salat hefur sjaldan heillað, en það þykir óhemju ljúffengt þegar þú blandar því saman við bakað grænmeti og kornvörur. Hér um ræðir salat sem ætti að ylja mannskapnum á köldum vetrardögum. Hugmyndin er að blanda saman ólíku káli, grænmeti, ristuðum kornvörum og fræjum og bera fram með volgri dressingu á borð við sítrónudressingu eða balsamik edik. En þess má geta að Rómverjar hituðu salat fyrir þúsundum árum síðan, og hefur uppskrift að slíku fundist frá árinu 1390. Rómverjar voru að öllum líkindum þeir fyrstu til að rækta grænmeti eins og nafnið á nafnið á kálinu 'Romaine lettuce' gefur að kynna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert